Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

31. janúar 2017

Þessi frétt er meira en árs gömul

Helstu verkefni 23. til 30. janúar 2017

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og engin teljandi erill. Skemmtanahald helgarinna fór ágætlega fram en eitthvað var þó um útköll á öldurhúsin.

Ein líkamsárás var kærð til lögreglu eftir skemmtanahald helgarinnar. Þarna hafði verið ráðist á mann fyrir utan eitt af öldurhúsum bæjarins með þeim afleiðingum að hann fékk skurð á augnbrún og þurfti að leita sér læknisaðstoðar. Málið er í rannsókn.

Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þá voru þrír ökumenn sektaðir vegna vanrækslu á notkun öryggisbelta í akstri, einn fyrir að virða ekki stöðvunarskyldu og fimm fengu sektir fyrir ólöglega lagningu ökutækja.