Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

23. mars 2015

Þessi frétt er meira en árs gömul

Helstu verkefni

Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem upp komu. Skemmtanahald helgarinnar fór fram með ágætum og fá útköll á öldurhúsin.

Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni en við leit á karlmanni á fertugsaldri fundust smáræði af kannabisefnum. Viðurkenndi maðurinn að vera eigandi efnisins og hafa ætlað þau til eigin nota. Málið telst að mestu upplýst.

Einn ökumaður var stöðvaður í vikunni vegna gruns um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Þá liggja fyrir fjórar aðrar kærur vegna brota á umferðarlögum og má þar nefna akstur án þess að hafa öryggisbelti spennt, notkun farsíma án handfrjálsbúnaðar við akstur og ólöglega lagningu ökutækja.