Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

20. mars 2012

Þessi frétt er meira en árs gömul

Hells Angels draga til baka málshöfðun á hendur ríkislögreglustjóra

Hells Angels Mc Iceland og forseti samtakanna hafa dregið til baka meiðyrðamál sem stefnendur höfðuðu á hendur Haraldi Johannessen persónulega þann 10. janúar sl. fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Dómkröfur stefnenda voru þær að tiltekin ummæli yrðu dæmd dauð og ómerk og stefnendum dæmdar 3.2 milljónir króna í miskabætur, auk vaxta og dráttarvaxta, 800 þúsund krónur vegna birtingar dómsins og málskostnaður.

Embætti ríkislögreglustjóra er ekki kunnugt um ástæður þess að stefnendur draga málshöfðunina til baka.

Sjá grein Haraldar Johannessen um skipulagða glæpastarfsemi hér.