Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

22. desember 2025

Helgihald á Landspítala jólin 2025

Dagskrá hátíðarguðsþjónustu Landspítala um jólin.

Aðfangadagur 24.desember kl.11:00

Hátíðarguðsþjónusta á Kleppi, í kapellurými norður af matsal. Bryndís Guðjónsdóttir leiðir söng og syngur einsöng. Organisti: Ingunn Hildur Hauksdóttir. Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson.

Aðfangadagur 24.desember kl.11:00

Hátíðarguðsþjónusta í Virknisetri 1. hæð 31C við Hringbraut. Organisti og forsöngvari: Márton Wirth. Sr. Ása Björk Ólafsdóttir.

Aðfangadagur 24.desember kl.14:00

Hátíðarguðsþjónusta á Landakoti á stigapalli á 3. hæð. Kórinn Gamlir Fóstbræður syngur. Organisti: Ingunn Hildur Hauksdóttir. Sr. Sveinbjörg Katrín Pálsdóttir.

Aðfangadagur 24.desember kl.15:00

Hátíðarguðsþjónusta LSH í Fossvogi á stigapalli á 4.hæð. Söngvarar úr kór Bústaðakirkju. Organisti: Jónas Þórir Hörpuleikur: Margrét Tekla Arnfríðardóttir. Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson.

Aðfangadagur 24.desember kl.15:30

Hátíðarguðsþjónusta á líknardeild LSH í Kópavogi. Gunnar Björn Jónsson leiðir söng og syngur einsöng. Organisti: Ingunn Hildur Hauksdóttir. Sr. Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir.

Jóladagur 25.desember kl.13:00

Hátíðarguðsþjónusta LSH Hringbraut á stigapalli 3.hæðar. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. Sr. Þorgeir Albert Elíesersson.

Jólakveðja sálgæslunnar í sjónvarpi Landspítala um jól 2025

Jólakveðja sálgæslunnar 2025 verður sjónvarpað í sjónvarpstæki spítalans á rás 53 á aðfangadag, jóladag og annan jóladag kl. 11.00, 17.00 og kl. 21.00.

Einnig verður hægt að sjá og heyra kveðjuna á vef Landspítala og Facebooksíðu spítalans á aðfangadag 24. desember 2025 og alla jóladagana.

Með ósk um gleðileg jól.
Sálgæsla sjúkrahúspresta og sjúkrahúsdjákna Landspítala.