Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

18. nóvember 2024

Þessi frétt er meira en árs gömul

Helgarvaktin

Að vanda voru næg verkefni á helgarvaktinni, en fjórtán ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og/eða fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu. Sömuleiðis voru margir próflausir ökumenn á ferðinni, en höfð voru afskipti af níu manns af þeirri ástæðu. Tíu voru staðnir að því að aka gegn rauðu ljósi í umdæminu, en ekki voru allir þeirra ánægðir með þau afskipti lögreglu. Töldu hinir sömu að lögreglan ætti miklu frekar að vera að sinna mikilvægari verkefnum en að stöðva fólk fyrir að aka gegn rauðu ljósi.

Um helgina voru enn fremur tíu líkamsárásir tilkynntar til lögreglu, þar af þrjár alvarlegar, og farið var í fimm útköll vegna heimilisofbeldis. Þrjú innbrot voru framin á höfuðborgarsvæðinu og að venju bárust sömuleiðis nokkrar tilkynningar um búðaþjófnaði í umdæminu.