21. ágúst 2013
21. ágúst 2013
Þessi frétt er meira en árs gömul
Heimsókn innanríkisráðherra
Góðir gestir heimsóttu lögreglustöðina við Hverfisgötu á dögunum, en þar voru á ferð Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og aðstoðarmenn hennar. Ráðherrann kynnti sér starfsemi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, skoðaði húsakynnin og hitti að máli starfsmenn úr ýmsum deildum embættisins. Það var yfirstjórn lögreglunnar sem tók á móti Hönnu Birnu og aðstoðarmönnum hennar, en hópinn má sjá á myndinni hér að ofan.