Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

9. júní 2023

Þessi frétt er meira en árs gömul

Heimsókn í Mýrarhúsaskóla

Ekki þarf að fjölyrða um nauðsyn reiðhjólahjálma og þá ættu auðvitað allir hjólreiðamenn að nota, alltaf. Yngsta kynslóðin er vel meðvituð um þetta, ekki síst krakkarnir í 4. bekk í Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi. Við heimsóttum þá á dögunum og fórum yfir ýmis atriði sem snúa að reiðhjólahjálmum, en líka mikilvægi þess að fara varlega í umferðinni og að virða umferðarreglur. Krakkarnir voru vel með á nótunum og höfðu margs að spyrja, greinilega mjög áhugasamir um lögregluna. Og ekki minnkaði áhugi þeirra þegar boðið var upp á að skoða bæði lögreglubíl og lögreglubifhjól!

Takk 4. bekkur í Mýrarhúsaskóla fyrir góðar móttökur og skemmtilega heimsókn til ykkar.