4. apríl 2024
4. apríl 2024
Þessi frétt er meira en árs gömul
Heimsókn frá Frakklandi
Það er jafnan gestkvæmt á lögreglustöðinni á Hverfisgötu enda margir sem þangað leita ýmissa erinda. Þar á meðal eru Amber og Juliette, en þær eru í hópi franskra nemenda sem eru í skólaferðalagi á Íslandi þessa dagana. Vinkonurnar vildu endilega koma í heimsókn til íslensku lögreglunnar og fá að fræðast um hennar störf og var það auðsótt mál.