Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

20. október 2025

Heimsókn dómsmálaráðherra

Dómsmálaráðherra heimsótti landskjörstjórn.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, heimsótti landskjörstjórn ásamt Jakobi Birgissyni aðstoðarmanni sínum og Bryndísi Helgadóttur skrifstofustjóra skrifstofu réttarfars og stjórnsýslu í dómsmálaráðuneytinu. Landskjörstjórn er sjálfstæð stjórnsýslunefnd en heyrir stjórnarfarslega undir dómsmálaráðherra sem fer með málefni kosninga.

Landskjörstjórn og starfsfólk hennar kynntu starfsemi stofnunarinnar, helstu verkefni og áskoranir við framkvæmd kosninga.

Heimsóknin var afar ánægjuleg og þakkar landskjörstjórn ráðherranum kærlega fyrir komuna.