24. mars 2017
24. mars 2017
Þessi frétt er meira en árs gömul
Heimsókn dómsmálaráðherra
Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra heimsótti Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í gær. Ráðherrann heilsaði upp á starfsmenn á lögreglustöðinni á Hverfisgötu og fundaði með yfirstjórn embættisins, en síðan var haldið á lögreglustöðina á Vínlandsleið og þar tók við kynning á starfsemi tæknideildar. Við þökkum ráðherranum kærlega fyrir komuna, en það var einkar ánægjulegt að taka á móti Sigríði Á. Andersen og föruneyti hennar.