Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

14. febrúar 2019

Þessi frétt er meira en árs gömul

Heimsókn Björns Bjarnasonar

Það er jafnan gestkvæmt á lögreglustöðinni á Hverfisgötu, en á dögunum leit þar við hann Björn Bjarnason, fyrrverandi þingmaður og ráðherra. Björn hefur lengi verið ötull stuðningsmaður lögreglunnar og viljað veg hennar sem mestan, en árin 2003 til 2009 heyrðu málefni lögreglunnar einmitt undir Björn, sem þá var dóms- og kirkjumálaráðherra. Birni var að sjálfsögðu vel tekið á lögreglustöðinni og eins og áður hafði hann ýmislegt gott til málanna að leggja, en á myndinni er Björn í hópi nokkurra starfsmanna embættisins.