Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

10. nóvember 2025

Heimsókn á Bessastaði

Í síðustu viku, þann 6. nóvember, heimsóttu Táknmálseyjubörnin forseta Íslands, frú Höllu Tómasdóttur, á Bessastaði. Heimsóknin var liður í verkefninu Táknmálseyja – Riddarar kærleikans, sem er unnið af Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskerta, í samstarfi við List fyrir alla og er styrkt af Barnamenningarsjóði Íslands.

Í heimsókninni sýndu Táknmálseyjubörnin forsetanum táknmálsútgáfu lagsins, Riddari Kærleikans. Lagið er samið af þeim Dagmar Helgu Helgadóttur og Valgerði Rakel Rúnarsdóttur en þýtt af Kolbrúnu Völkudóttur yfir á íslenskt táknmál. Lagið verður frumsýnt og birt á miðlum SHH fimmtudaginn 13. nóvember.

Heimsóknin var dásamleg í alla staði og frú Halla Tómasdóttir tók afar fallega á móti okkur.