23. júní 2011
23. júní 2011
Þessi frétt er meira en árs gömul
Heimagert skotvopn og fíkniefni finnast við húsleit
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær rúmlega tvítugan mann eftir að skotvopn fannst við húsleit í Hafnarfirði. Við húsleitina fannst heimagerð byssa og 22 kalíbera skotfæri, ásamt litilræði af fíkniefnum. Lögregla telur hugsanlegt að skotvopnið hafi verið notað til að vinna skemmdarverk á ökutæki á Seltjarnarnesi í síðustu viku. Á staðnum fundust einnig gögn sem tengjast ætluðum meðlimum vélhjólahópsins Hells Angels og er hinn handtekni grunaður um að tengjast hópnum. Við aðgerðinar naut lögregla liðsinnis sérsveitar ríkislögreglustjóra.