Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

3. janúar 2017

Þessi frétt er meira en árs gömul

Heimagerður flugeldur sprakk í hendi pilts

Unglingspiltur slasaðist á hendi á nýárskvöld þegar heimagerður flugeldur sprakk í hendi hans. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og reyndist hann hafa hlotið annars stigs bruna. Fleiri heimagerðar sprengjur reyndust vera til staðar og komu aðstandendur piltsins þeim á lögreglustöðina í Keflavík. Landhelgisgæslan sá svo um að eyða þeim. Barnaverndarnefnd var tilkynnt um málið vegna ungs aldurs piltsins.