16. júní 2022
16. júní 2022
Heilsuvera hlýtur verðlaun sem besta heilbrigðislausnin hjá Umbraco
Vefstofan Vettvangur hlaut nýverið verðlaun fyrir þekkingarvef Heilsuveru.
Vefstofan Vettvangur hlaut nýverið verðlaun fyrir þekkingarvef Heilsuveru, sem var valin besta heilbrigðislausnin hjá Umbraco. Umbraco er vefumsjónarkerfi sem notað er af 730 þúsund vefjum á heimsvísu. Þar á meðal eru margir heilbrigðisvefir.
Heilsuvera er samstarfsverkefni embættis landlæknis og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Nýlega bættist Landspítalinn formlega í hópinn.
Flokkun efnis og leiðakerfi er sértaklega nefnt í umsögn dómnefndar. Það er ánægjulegt, því mikil vinna hefur verið lögð í að gera aðgengi að fræðsluefninu einfalt og gott. Notendur hafa kunnað að meta það og á árinu 2021 voru 15 milljón flettingar á þekkingarvef Heilsuveru.
Umfjöllun um verðlaunahafana í ár.
Stutt myndband sem kynnir vefina sem voru tilnefndir sem "Best Healthcare Solution".
Umsögn dómnefndar:
''What an amazing project - certainly a turning point in health services in Iceland in the shape of a central online healthcare record. This entry clearly explained the aim of the website, the functionality as well as, very importantly, results and uptake. The design is clean and supports the purpose of the site, and looks easy to navigate. The versatile and extensive use of taxonomy creates a dynamic and intuitive way to browse a large amount of content. Great work!''