Fara beint í efnið

7. mars 2022

Heilsueflandi forysta og vellíðan í starfi

Embætti landlæknis, VIRK og Vinnueftirlit ríkisins bjóða upp á morgunfund um heilsueflandi vinnustaði í streymi miðvikudaginn 16. mars kl. 8.30-10.00.

Landlæknir logo - Fréttamyndir

Heilsueflandi forysta og vellíðan í starfi er yfirskrift fundarins og fyrirlesari er Dr. Sigrún Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og prófessor í Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og formaður Þekkingarseturs um þjónandi forystu.

Streymið af fundinum verður aðgengilegt á vefsíðum stofnanna.

Morgunfundurinn er sá níundi í fundaröðinni um heilsueflingu á vinnustöðum og er hluti af samstarfi embættis landlæknis, VIRK og Vinnueftirlitsins um heilsueflingu og forvarnir á vinnustöðum.

Markmið samstarfsins er að stuðla að betri heilsu og vellíðan vinnandi fólks á vinnustöðum, fyrirbyggja kulnun og minnka brottfall af vinnumarkaði.