Fara beint í efnið

18. apríl 2023

Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík tilnefnd sem VIRKt fyrirtæki 2023

Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík var á dögunum tilnefnd af Atvinnutengingu VIRK sem eitt af VIRKt fyrirtækjum 2023. Gott samstarf hefur verið á milli stofnunarinnar og atvinnutengingar VIRK undanfarin ár.

VIRK1

Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík var á dögunum tilnefnd af Atvinnutengingu VIRK sem eitt af VIRKt fyrirtækjum 2023. Þetta er í fyrsta sinn sem viðurkenningin VIRKt fyrirtæki er veitt og eru 13 fyrirtæki tilnefnd að þessu sinni.

Gott samstarf hefur verið á milli HSN á Húsavík og atvinnutengingar VIRK undanfarin ár og fær stofnunin hrós fyrir gott viðmót og viðhorf gagnvart þjónustuþegum, sem búa margir við skerta starfsgetu. Slíkt samstarf er mikilvægt í stuðningi við starfsmenn í veikindafjarveru og hefur HSN sýnt sveigjanleika og lausnarmiðun þar sem starfsfólki býðst meðal annars möguleikinn á endurkomu í starf með stigvaxandi hætti.

Í umsögninni frá VIRK kemur einnig fram að stofnunin hafi sýnt jákvæðni og verið tilbúin að styðja við einstaklinga með starfsprufum og/eða starfi, vinnuprufur hafa síðar oft leitt til ráðningar í samstarfi við VIRK. Gott samstarf við fyrirtæki og stofnanir skiptir miklu máli fyrir einstaklinga sem fá ráðgjöf og stuðning frá VIRK starfsendurhæfingarsjóði.

Viðurkenningin VIRKt fyrirtæki verður veitt á ársfundi VIRK þann 25. apríl, nánar í frétt frá VIRK

Hér má sjá gátlista sem atvinnulífstenglar/ráðgjafar Virk nota til að meta fyrirtæki í valinu.

Virk gatlisti 2023