27. október 2025
27. október 2025
Heilbrigðisstofnun Austurlands hlýtur viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar í fjórða sinn
Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) hefur í fjórða sinn hlotið viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar, sem veitt er fyrirtækjum, sveitarfélögum og opinberum stofnunum sem hafa náð markmiði verkefnisins um jöfn kynjahlutföll í framkvæmdastjórn eða efsta stjórnendalagi.

Í framkvæmdastjórn HSA sitja nú þrjár konur og tveir karlar, sem endurspeglar jafnvægi og markvissa stefnu stofnunarinnar í jafnréttismálum.
Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) í samstarfi við fjölmarga hagaðila. Verkefnið hefur það að markmiði að stuðla að auknu jafnvægi kynja í áhrifastöðum og hvetja til markvissrar ákvarðanatöku í þágu jafnréttis. Við matið er miðað við markmið Jafnvægisvogarinnar um 40/60 kynjahlutfall í efstu stjórnendalögum.
HSA er stolt af því að vera hluti af þessum öfluga hópi sem vinnur að raunverulegu jafnrétti á íslenskum vinnumarkaði og tekur heilshugar undir einkunnarorð verkefnisins: „Jafnrétti er ákvörðun.“
