Fara beint í efnið

17. október 2023

Heilbrigðisstofnun Austurlands hlýtur viðurkenningu Jafnréttisvogarinnar

Heilbrigðisstofnun Austurlands hlaut á dögunum viðurkenningu Jafnréttisvogarinnar, annað árið í röð. Jafnvægisvogin veitti viðurkenningar til 56 fyrirtækja, 11 sveitarfélaga og 22 opinberra aðila úr hópi þeirra 239 þátttakenda sem hafa undirritað viljayfirlýsingu.

Jafnréttisvogin

Markmið Jafnvægisvogarinnar er að virkja íslenskt viðskiptalíf til að verða fyrirmynd jafnréttis með því að jafna kynjahlutfall í efsta lagi stjórnunar skipulagsheilda. Þar er horft til þess að hlutfallið milli kynja sé a.m.k. 40/60 en hjá HSA eru konur 3 af 5 þeirra sem sitja í framkvæmdastjórn og því hlutfall kvenna 60% en 87% starfsfólks stofnunarinnar eru konur.

Þrátt fyrir lög um jafnan rétt karla og kvenna og lög um kynjakvóta í stjórnum, hefur staða kvenna lítið breyst í gegnum árin, einungis 21% framkvæmdastjóra í atvinnulífinu hér á landi eru konur og er hlutfallið 24% séu stjórnendur stofnana og sveitafélaga tekin með.

Jafnréttisvogin 2023