Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

23. júní 2019

Þessi frétt er meira en árs gömul

Heiðursvörður

Það var föngulegur hópur lögreglumanna sem stóð heiðursvörð á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn í síðustu viku. Hér hefur hópurinn reyndar stillt sér upp fyrir myndatöku í Templarasundi, en myndin sýnir jafnframt að töluverð breyting hefur orðið hjá lögreglunni hvað kynjaskiptingu varðar þótt enn sé mikið óunnið verk í þeim efnum. Á árum áður voru það bara karlmenn í lögreglunni sem stóðu heiðursvörð við slík tækifæri, en nú er öldin önnur sem betur fer. Hér eru konurnar í miklum meirihluta og því má segja að myndin sé tímanna tákn.