4. febrúar 2005
4. febrúar 2005
Þessi frétt er meira en árs gömul
Heiðursskjöldur frá Sjóvá.
Lögreglunni á Álftanesi, í Garðabæ og Hafnarfirði var í dag veittur heiðursskjöldur tryggingafélagsins Sjóvá fyrir árangursríkt átak í fækkun afbrota undangengin tvö ár. Heiðursskjöldurinn var afhentur í hófi sem haldið var í Hásölum í Hafnarfirði í dag.
Egill Bjarnason, yfirlögregluþjónn, veitti skildinum viðtöku fyrir hönd lögreglu úr hendi Árna Gunnarssonar, framkvæmdastjóra tjónasviðs Sjóvá, sem og fjórum stafrænum myndavélum er afhent voru lögreglu af sama tilefni.