11. maí 2012
11. maí 2012
Þessi frétt er meira en árs gömul
Heiðarleg kona
Kona á þrítugsaldri fann peninga á förnum vegi á höfuðborgarsvæðinu í gær. Líkt og aðrir heiðarlegir borgarar hafði hún samband við lögreglu, sem tók við peningunum. Konan kærði sig ekki um nein fundarlaun ef svo færi að eigandinn kæmi í leitirnar. Þess í stað nefndi hún ákveðna aðila sem gjarnan mættu njóta góðs af ef fundarlaunum væri til að skipta.