Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

25. júní 2020

Þessi frétt er meira en árs gömul

HBS skrifar undir samstarfssamning við SÍM

Hljóðbókasafn Íslands skrifaði í dag undir samning milli SÍM (Samstarf um íslenska máltækni) og Almannaróms (miðstöðvar um máltækni).

Að Almannarómi standa háskóla- og rannsóknastofnanir, fyrirtæki og félagasamtök. Meginhlutverk Almannaróms er að tryggja að íslenska standi jafnfætis öðrum tungumálum í hinu stafræna umhverfi. Safnið er þar með orðið formlegur hluti af þessu mikilvæga samstarfi.

Almannarómur er sjálfseignarstofnun um eflingu máltæknilausna fyrir íslensku og vinnur að því að tryggja að íslenskan standi jafnfætis öðrum tungumálum í tækniheiminum. Í máltækni mætast tölvutækni og tungumál í þeim hagnýta tilgangi að þróa kerfi sem geta unnið með og skilið náttúruleg tungumál. Máltækniáætlun fyrir íslensku hefur meðal annars það markmið að þróa talgreini, talgervil, vélrænar þýðingar og sjálfvirkar villuleiðréttingar fyrir íslensku.