Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

1. apríl 2007

Þessi frétt er meira en árs gömul

Hávaði í heimahúsum

Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Margar kvartanir bárust vegna hávaða í heimahúsum og ekki fóru öll partíin vel fram. Ástandið í miðborginni var hins vegar skárra en oft áður en þar voru ekki mjög margir á ferli. Samt var eitthvað um pústra og einn gestur skemmtistaðar fór nefbrotinn heim. Annars var nóttin að mestu áfallalaus utan alvarlegs atviks er 18 ára piltur sló tvo lögreglumenn í andlitið. Árásarmaðurinn var handtekinn og félagi hans sömuleiðis en sá lét líka mjög ófriðlega.

Eitthvað var um rúðubrot í gær og þá voru þrír bílar rispaðir en 25 ára karlmaður var handtekinn vegna þess síðarnefnda. Maðurinn, sem var í annarlegu ástandi, er grunaður um að hafa skemmt tvo bíla.