22. maí 2019
22. maí 2019
Hástökkvari ársins 2019
Val á Stofnun ársins árið 2019 var kynnt þann 15. maí sl., en þar voru þær stofnanir verðlaunaðar sem þykja skara framúr. Sérstök verðlaun HÁSTÖKKVARI ÁRSINS 2019 voru veitt þeirri ríkisstofnun sem hækkaði mest á milli ára. Komu þau í hlut Sýslumannsins á Norðurlandi eystra.
F.v. Svavar Pálsson, sýslumaður á Norðurlandi eystra, og Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis.
Niðurstöðurnar byggja á mati starfsfólks á níu þáttum í starfsumhverfinu. Þátt tóku 162 stofnanir en embættið hækkaði um 46 sæti. Engin ríkisstofnun hækkaði jafn mikið á milli ára.
F.v. Birna Ágústsdóttir, skrifstofustjóri, Svavar Pálsson, sýslumaður , og Halldór Þormar Halldórsson, sérfræðingur.
Heimildir: