Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

1. október 2013

Þessi frétt er meira en árs gömul

Háskaleikur

Það var heldur óvenjuleg sjón sem mætti lögreglumönnum, sem voru við umferðareftirlit í vesturborginni um helgina. Þar mátti sjá fólksbifreið á ferð með kassa úr plasti í eftirdragi, en í kassanum sat ungur piltur. Jafnaldri hans ók bílnum, en hvað þetta uppátæki átti að fyrirstilla skal ósagt látið. För félaganna var stöðvuð hið snarasta enda málið grafalvarlegt og ljóst að farþeginn var í hættu. Ekki þarf að hafa mörg orð um dómgreindarleysi piltanna, en stutt er síðan annar þeirra var stöðvaður í umferðinni fyrir það sem kalla mætti bjánaskap. Þess má geta að nokkur umferð var um götuna þar sem áðurnefndur háskaleikur fór fram.