19. ágúst 2008
19. ágúst 2008
Þessi frétt er meira en árs gömul
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sæmdur heiðursorðu
Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri var í gær sæmdur konunglegri heiðursorðu frá Dönum, fyrir starf sitt í þágu Norrænnar lögreglusamvinnu sl. áratug. Það var danski ríkislögreglustjórinn sem afhenti orðuna fyrir hönd dómsmálaráðherra Danmerkur.
Afhendingin fór fram í tengslum við fund ríkislögreglustjóra á Norðurlöndum sem nú stendur yfir hér á landi.