3. júní 2013
3. júní 2013
Þessi frétt er meira en árs gömul
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra heimsótti embætti ríkislögreglustjóra
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra heimsótti embætti ríkislögreglustjóra í dag ásamt embættismönnum ráðuneytisins. Yfirstjórn ríkislögreglustjóraembættisins átti fund með ráðherra um löggæslumál. Að fundi loknum kynnti ráðherra sér starfsemi embættisins og ræddi við starfsfólk.
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra og Þórey Vilhjálmsdóttir aðstoðarmaður hennar kynna sér starfsemi sérsveitar ríkislögreglustjóra.