9. október 2018
9. október 2018
Þessi frétt er meira en árs gömul
Handtökur og húsleitir vegna vegabréfafölsunar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í morgun tíu karlmenn í tengslum við rannsókn hennar á skjalafalsi, þ.e. vegabréfafölsun. Mennirnir, níu erlendir ríkisborgarar og einn Íslendingur, voru handteknir á tveimur stöðum í umdæminu, en þar voru jafnframt framkvæmdar húsleitir. Einnig var lagt hald á gögn hjá einu fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu, sem tengist málinu.
Hinir handteknu eru grunaðir um að hafa fengið skráningar á kennitölum í gegnum Þjóðskrá með sviksömum hætti. Mennirnir fengu úthlutaða kerfiskennitölu á utangarðsskrá á þessu ári, en þegar þeir sóttu um nýskráningu (svokölluð full skráning) vöknuðu grunsemdir um að framlögð vegabréf þeirra væru bæði fölsuð og stolin.
Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.