Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

20. janúar 2015

Þessi frétt er meira en árs gömul

Mikil hálka á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við mikilli hálku í umdæminu. Nú þegar hafa orðið nokkrir árekstrar af þeim sökum, m.a. á Reykjanesbraut í Garðabæ. Þar var einnig bíl ekið á ljósastaur og sama gerðist á Fjarðarhrauni í Hafnarfirði. Ökumenn eru beðnir um að sýna sérstaka aðgát við þessar aðstæður og aka varlega.