Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

6. júní 2005

Þessi frétt er meira en árs gömul

Haldlögð fíkniefni á Patreksfirði

Í nótt sem leið lagði Lögreglan á Patreksfiðri hald á fíkniefni hjá aðila sem grunaður var um fíniefnamisferli. Umræddur aðili var handtekinn ekki langt frá Félagsheimilinu á Patreksfirði þar sem mjög fjölmennur Sjómannadagsdansleikur stóð yfir. Við leit á manninum fundust 10 ætlaðar E-töflur og 6,5 gr. af hvítu efni, ætlað kokain og amfetamin. Manninum hefur verið sleppt lausum og má hann búast við refsingu. Við mál þetta naut lögreglan aðstoðar lögreglunnar á Ísafirði, en sérstak fíkniefnaeftirlit var í umdæmi lögreglunar á Patreksfirði síðustu fjóra daga.