Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

29. maí 2009

Þessi frétt er meira en árs gömul

Hald lagt á fölsuð vegabréf

Landamæraeftirlit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu lagði nýlega hald á þrjú fölsuð vegabréf í flugvél sem millilent hafði á Reykjavíkurflugvelli. Upplýsingum í vegabréfunum hafði verið breytt þegar þau fundust í fórum flugmannsins. Þau tilheyrðu greinilega ekki manninum sjálfum.

Að sögn flugmannsins hafði hann komið frá Kanada á leið til Skotlands. Vegabréfin voru ætluð konu og börnum hennar, sem hann ætlaði að auðvelda ferðalag frá Azerbaijan.