Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

10. apríl 2025

Hættumat vegna hryðjuverkaógnar á Íslandi árið 2025

Greiningardeild ríkislögreglustjóra (GRD) hefur gefið út skýrslu um hættumat vegna hryðjuverkaógnar á Íslandi fyrir árið 2025.

Greiningardeild ríkislögreglustjóra vinnur árlega stefnumiðað mat á hryðjuverkaógn á Íslandi. Með matinu er horft til þróunar mála bæði hérlendis og erlendis og spáð í líklega framtíðarþróun.

Hættustig vegna hryðjuverkaógnar á Íslandi 2025 helst óbreytt frá því í fyrra, á þriðja stigi af fimm en það merkir aukna ógn.

Í skýrslunni er farið ítarlega yfir þær hættur sem horft var til við gerð matsins. Er það mat greiningardeildar að ógnin stafi fyrst og fremst frá einstaklingum sem starfa einir eða í litlum hópum, oft undir áhrifum ofbeldisfulls áróðurs frá hægri öfgahreyfingum.

Jafnframt er gerð grein fyrir þeim þáttum sem geta dregið úr hryðjuverkaógn á Íslandi. Sem dæmi eru engar vísbendingar um að hryðjuverkasamtök séu starfandi á Íslandi. Þá eru ekki vísbendingar um að íslenskir hryðjuverkahópar séu starfræktir erlendis.

Skýrslan byggir á upplýsingum frá lögregluliðum landsins, gagnagrunnum lögreglu, samstarfsaðilum innanlands og erlendis, auk opinna heimilda. Unnið var með gögn sem aflað var fyrir 31. desember 2024.

Lesa skýrsluna (pdf)