10. febrúar 2010
10. febrúar 2010
Þessi frétt er meira en árs gömul
Hættulegt hugsunarleysi
Hugsunarleysi sumra er með ólíkindum en lögreglan verður stundum vitni að slíku. Dæmi um þetta er tilvik á Hafnarfjarðarvegi þar sem karl var staðinn að hraðakstri. Hraðakstur er slæmur einn og sér en í þessu tilfelli var líka um ræða konu sem sat í framsætinu með barnið sitt í fanginu og var sama bílbeltið spennt yfir þau bæði. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það sem gerst hefði ef bíllinn hefði lent í árekstri. För fólksins var stöðvuð og þurfti að gera ráðstafanir svo það gæti komist áfram leiðar sinnar. Bíllinn sem um ræðir er tveggja sæta og því var ekki í boði að koma barninu örugglega fyrir í aftursæti.