Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

21. maí 2021

Þessi frétt er meira en árs gömul

Hætta á gróðureldum

Lögreglan minnir á að enn er í gildi hættustig almannavarna vegna hættu á gróðureldum á höfuðborgarsvæðinu og öll meðferð opins elds er því bönnuð. Þetta er áréttað hér því í morgun var kveiktur varðeldur í Öskjuhlíðinni þrátt fyrir bannið. Slökkviliðið fór á vettvang, slökkti eldinn og upplýsti þá sem að þessu stóðu um þá miklu hættu sem þessu fylgir.