Fara beint í efnið

29. apríl 2022

Hætt að senda tilkynningar um álagningu vanrækslugjalds í bréfpósti

Frá og með mánaðamótunum apríl / maí 2022 verða tilkynningar um álagningu vanrækslugjalds, sem þeir sæta sem ekki færa ökutæki sín til lögmæltrar skoðunar innan tilskilins tíma, eingöngu sendar stafrænt um vefinn Ísland.is, en hætt að senda þær í bréfpósti.

Bílar í umferð

Frá og með mánaðamótunum apríl / maí 2022 verða tilkynningar um álagningu vanrækslugjalds, sem þeir sæta sem ekki færa ökutæki sín til lögmæltrar skoðunar innan tilskilins tíma, eingöngu sendar stafrænt um vefinn Ísland.is, en hætt að senda þær í bréfpósti.

Af þessu ætti að hljótast talsverð hagræðing og sparnaður þar sem árlegar álagningar vanrækslugjalds með tilheyrandi bréfasendingum eru að jafnaði á bilinu 35.000 til 40.000.  Er þetta gert í hagræðingarskyni og í ljósi þess að mikill meirihluti eigenda ökutækja hefur aðgang að www.island.is og er t.d. eingöngu tilkynnt um álagningu bifreiðagjalda stafrænt.  

 Þá er unnið að því að senda stafrænar viðvaranir til þeirra eigenda ökutækja sem ekki hafa fært ökutæki sín til skoðunar innan tilskilins tíma, þegar að loknum skoðunarmánuði, og athygli þeirra vakin á að þeir sæti álagningu vanrækslugjalds ef þeir færa ekki ökutæki sitt til skoðunar innan tveggja mánaða frá skoðunarmánuði.