Fara beint í efnið

6. september 2023

Gulur september

Áhersla á geðrækt og sjálfsvígsforvarnir í september. Hvatt er til þáttöku í gula deginum 7. september.

Gulur september

Forvarnarátakinu Gulur september er ætlað að auka meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna.

Sérstök áhersla verður á gula daginn þann 7. september. Þá geta allir sem vilja tekið þátt með því að klæðast gulu, skreyta með gulu og skapa hlýja og góða stemningu. Hvatt er til þess að deila gulum og glöðum myndum á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #gulurseptember. 

Hægt er að kynna sér allt um Gulan september á gulurseptember.is þar sem meðal annars er dagskrá með viðburðum tengdum átakinu.

Að verk­efn­inu standa full­trú­ar frá Embætti land­lækn­is, Geðhjálp, Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, Minn­ing­ar­sjóði Orra Ómars­son­ar, Píeta sam­tök­un­um, Rauða krossi Íslands, SÁÁ, Sorg­armiðstöð, Þjóðkirkj­unni og Þró­un­ar­miðstöð heilsu­gæsl­unn­ar.

Frétt frá Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins.

Það er hjálp að fá

  • Símaráðgjöf Heilsuveru 1700 og netspjallið á heilsuvera.is (opið frá 8-22)

  • Hjálparsími Rauða krossins 1717 og netspjalll á 1717.is allan sólarhringinn

  • Píetasíminn 552 2218 (opið allan sólarhringinn)

  • Sjá nánar á sjalfsvig.is