9. september 2025
9. september 2025
Gulur september
Í Gulum september er lögð áhersla á að auka meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna með kærleika, aðgát og umhyggju að leiðarljósi. Hvatt er til þáttöku í gula deginum 10. september.

Gulur september er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að vitundarvakningu um geðrækt og sjálfsvígsforvarnir. Í Gulum september er lögð áhersla á að auka meðvitund fólks um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna með kærleika, aðgát og umhyggju að leiðarljósi.
Í ár er sérstök áhersla lögð á geðheilbrigði eldra fólks. Eldra fólk leitar síður aðstoðar en þeir sem yngri eru en finna engu að síður mörg fyrir einmanaleika og félagslegri einangrun.
Hvatt er til þess að taka þátt í gulum degi 10. september til að minna á mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna.
Öll sem geta eru hvött til að taka þátt og sýna þannig stuðning við geðheilbrigði og sjálfsvígsforvarnir.
Á gulum degi klæðumst við gulu, skreytum með gulu, lýsum með gulu, borðum gular veitingar og tökum myndir af gulri stemmingu. Myndin getur verið sjálfa eða af vinum, fjölskyldu, samstarfsfólki, skreytingum eða gulum hlutum.
Til að vekja athygli sem víðast er lagt til að deila myndum á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #gulurseptember.

Við viljum einnig benda á að á á vegum Sálfræðingafélags Íslands og Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu verður boðið upp á fræðsluerindi um áhrifaþætti á líðan og það sem hægt er að gera til að viðhalda góðri líðan. Fræðsluerindin eru á rafrænu formi og verða haldin í hádeginu alla föstudaga á meðan á átakinu Gulur septembar stendur. Fræðsluerindin eru öllum aðgengileg á teams.
Nánari upplýsingar um gulan september og dagskrá mánaðarins er að finna á gulurseptember.is
Það er hjálp að fá
Símaráðgjöf Heilsuveru 1700 og netspjallið á heilsuvera.is (opið frá 8-22)
Hjálparsími Rauða krossins 1717 og netspjalll á 1717.is allan sólarhringinn
Píetasíminn 552 2218 (opið allan sólarhringinn)
Sjá nánar á sjalfsvig.is