9. nóvember 2019
9. nóvember 2019
Þessi frétt er meira en árs gömul
Gul viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið
Gul viðvörun frá Veðurstofu fyrir höfuðborgarsvæðið. Um eða upp úr hádegi á morgun er gert ráð fyrir suðaustan 18-23 m/s og rigningu. Mögulega varasamir sviptivindar í efri byggðum og við háar byggingar. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og ganga vel frá lausum munum til að forðast tjón. Lægir svo til um kvöldið og dregur úr úrkomu.
Einnig viljum við beina þeim tilmælum til verktaka að ganga vel frá byggingar og framkvæmdasvæðum sem þeir bera ábyrgð á og girðingum í kringum þau.