Fara beint í efnið

7. febrúar 2023

Guðmundur Vignir barnalæknir fær viðurkenningu

Viðurkenning til Guðmundar Vignis barnalæknis

Guðmundur Vignir barnalæknir fær viðurkenningu

Guðmundur Vignir Sigurðsson barnalæknir á HSU, fékk á dögunum viðurkenningu úr Verðlaunasjóði Óskars Þórðarsonar læknis við Háskóla Íslands, ásamt tveimur öðrum barnalæknum. Viðurkenningin er fyrir góðan árangur í rannsóknum og þróunarstarfi tengdu heilsu barna og barnasjúkdómum.  Hin eru þau Berglind Jónsdóttir og Snorri Freyr Dónaldsson.

Óskum Guðmundi Vigni innilega til hamingju með viðurkenninguna.

Guðmundur Vignir hefur rannsakað beinþéttni og líkamssamsetningu ungs fólks, á aldrinum 18-27 ára, sem hefur glímt við bólgusjúkdóma í meltingarvegi frá barnsaldri. Helstu niðurstöður hans eru þær að ungt fólk, sér í lagi karlmenn með sjúkdóminn frá barnsaldri, var með mun minni beinþéttni en jafnaldrar á fullorðinsaldri.

Hin tvö rannsökuðu annars vegar skjaldkirtilssjálfsónæmi hjá börnum með og án sykursýki af gerð 1 og hins vegar öndunaraðstoð ungbarna strax eftir fæðingu, með sérstakri áherslu á minnstu fyrirburana og þróun tækis til öndunaraðstoðar.

Fréttina má sjá í heild sinni á vef læknablaðsins

Guðmundur Vignir barnalæknir fær viðurkenningu