23. desember 2024
23. desember 2024
Greitt á nýársdag
Greiðslur fyrir janúar 2025 verða greiddar fyrsta dag mánaðarins eins og alla aðra mánuði ársins. Hækkun á greiðslum fyrir árið 2025 er 4,3%
Greiðslur í almannatryggingakerfinu eru greiddar fyrirfram fyrsta dag hvers mánaðar lögum samkvæmt, það á við hvort sem um hátíðisdaga er að ræða eða ekki. Greiðslur fyrir janúar 2025 munu því berast á nýársdag, 1. janúar. Gert er ráð fyrir að greiðslum verði lokið seinni hluta dagsins.
Þjónustumiðstöð TR verður lokuð á gamlársdag.