1. apríl 2020
1. apríl 2020
Þessi frétt er meira en árs gömul
Greiningardeild býður fram aðstoð við lausn á þrautum
Í þeirri einangrun sem er til komin vegna COVID19 höfum við fengið fregnir af því að fjöldi fólks styttir sér stundir við að leysa krossgátur og aðrar þrautir. Því hafa greinendur og rannsóknarlögreglumenn Greiningardeildar ríkislögreglustjóra ákveðið að bjóða fram aðstoð sína við lausn á erfiðum gátum.
Hægt er að senda tölvupóst með beiðni um aðstoð á lausnir@logreglan.is og okkar fólk mun beita háþróuðum greiningaraðferðum og tæknibúnaði til að leysa úr þrautunum.