Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

13. febrúar 2024

Þessi frétt er meira en árs gömul

Grásleppa sem meðafli

Fiskistofa minnir á að skip sem stunda netaveiðar, aðrar en grásleppuveiðar, eiga að sleppa allri grásleppu sem er lifandi í netum þegar þau eru dregin.

Við hvetjum því áhafnir fiskiskipa til að virða ákvæði í 1. málsgrein 3. greinar reglugerðar um nýtingu afla og aukaafurða.

Fiskistofa mun bregðast við ef skip landa ítrekað óeðlilegu magni af grásleppu, enda er ljóst að megnið af grásleppu er lifandi í þorskanetum sem dreginn eru með reglubundnum hætti.