22. desember 2019
22. desember 2019
Þessi frétt er meira en árs gömul
Göngugötusvæðið á Þorláksmessu
Vakin er athygli á því að göngugötusvæðið í miðborg Reykjavíkur stækkar frá kl. 14 á Þorláksmessu og mun ná frá Laugavegi við Barónsstíg og niður á Lækjartorg og áfram um bæði Austurstræti og Pósthússtræti, líkt og sjá má á meðfylgjandi korti. Vörulosun á göngugötusvæðinu á Þorláksmessu er heimil frá kl. 7 -14, en eftir þann tíma er bílum bannað að aka inn á göngugötuna.