Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

8. mars 2005

Þessi frétt er meira en árs gömul

Góður rekstur hjá lögreglunni í Reykjavík árið 2004

Rekstur Lögreglustjórans í Reykjavík gekk vel á síðasta ári og var rekstrarafgangur ársins um 50 m.kr. Að teknu tilliti til yfirfærðs rekstrarhalla frá árinu 2003 upp á um 15 m.kr. var rekstrarstaða í árslok jákvæð um 35 m.kr. Þessi afgangur færist yfir á árið 2005 og hefur þegar verið nýttur að hluta til að fjölga lögreglumönnum nokkuð hjá embættinu. Yfirfærður rekstrarafgangur nemur aðeins um 1,5 % af heildarfjárveitingu embættisins.

Fjárheimild ársins 2004 var alls 2.018,6 m.kr. og heildarútgjöld 1.983 m.kr.

Tafla 1. Skipting helstu rekstrarliða eftir útgjaldaflokkum (þús.kr. á verðlagi hvors árs) árið 2003–2004

2004 2003 Breyting

þús.kr. %

Launakostnaður 1.679.531 1.665.590 13.941 0,8%

Annar rekstrarkostnaður 328.872 318.013 10.859 3,4%

Sértekjur -24.991 -23.811 -1.180 5,0%

Gjöld umfram sértekjur 1.983.412 1.959.792 23.620 1,2%

Launakostnaður stóð nánast í stað milli ára sem helgast einkum af færri ársverkum en árið áður. Ársverkum fækkaði þegar 16 sérsveitarmenn færðust frá embættinu til ríkislögreglustjóra en á móti voru ráðnir 10 nýjir lögreglumenn. Auk þess fækkaði ársverkum nokkuð vegna aðhalds í rekstri. Annar rekstrarkostnaður var nánast óbreyttur milli ára að teknu tilliti til verðlagshækkana og sértekjur hækkuðu lítilega milli ára. Heildarkostnaður hækkaði aðeins um 1,2 % milli ára sem er töluvert undir verðlags- og launaþróun.

Sólmundur Már Jónsson

Framkvæmdastjóri rekstrar- og þjónustusviðs