8. ágúst 2025
8. ágúst 2025
Gleðigangan 2025
Gleðigangan fer fram á morgun, laugardag, og þá má búast við tugþúsundum gesta í miðborginni eins og jafnan áður.

Veðurútlitið er ágætt og því er hinn fínasti dagur í vændum. Lögreglan minnir alla vegfarendur á að sýna þolinmæði og skilning og að sjálfsögðu að virða hinar hefðbundnu lokanir sem verða settar upp í tengslum við Gleðigönguna, en áætlað er að búið verði að aflétta öllum lokunum kl. 18.
Gangan hefst við Hallgrímskirkju kl. 14, en farið verður um Skólavörðustíg, Bankastræti, Lækjargötu og Fríkirkjuveg í Hljómskálagarðinn. Þar verður sérstök dagskrá frá kl. 15-16.30.