Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

23. ágúst 2006

Þessi frétt er meira en árs gömul

Glæfraakstur 17 ára pilts

Sautján ára piltur var stöðvaður fyrir glæfraakstur við einn af grunnskólum borgarinnar síðdegis í gær. Við umferðareftirlit lögreglunnar í Reykjavík mældist hann á 73 km hraða eða á meira en tvöföldum leyfilegum hámarkshraða á þessum tiltekna stað. Til upprifjunar má geta þess að iðulega er 30 km hámarkshraði við skólana og það ber að virða undir öllum kringumstæðum.

Pilturinn, sem var tekinn í gær, fékk ökuréttindi í síðasta mánuði og hann hefur nú verið tekinn fyrir hraðakstur í þrígang. Eftir glæfraaksturinn er ljóst að hann verður sviptur ökuréttindum. Vonandi lætur pilturinn þetta sér að kenningu verða en svona aksturslag er ólíðandi.

Hann setti bæði sjálfan sig og aðra vegfarendur í mikla hættu með þessu framferði. Við skólana þarf að sýna alveg sérstaka aðgát. Börn gleyma sér gjarnan og geta átt það til að hlaupa fyrirvaralaust í veg fyrir umferð. Það verða ökumenn ávallt að hafa í huga.