30. maí 2024
30. maí 2024
Gjöf til minningar um Jóhönnu Ingibjörgu Sigmarsdóttur
Sjúkrahúsið á Akureyri þakkar rausnarlega gjöf.
Á vordögum komu klúbbsystur úr Soroptimistaklúbbi Austurlands færandi hendi til Heimahlynningar Sjúkrahússins á Akureyri. Þær færðu heimahlynningu SAk 300.000 kr. í minningu Jóhönnu Ingibjargar Sigmarsdóttur heiðursfélaga í klúbbnum.
Á myndinni má sjá teppi sem systur gerðu saman í minningu Jóhönnu og gáfu í húsnæði minningarsjóðs heimahlynningar við Götu sólarinnar við Kjarnaskóg.