21. mars 2024
21. mars 2024
Gjöf til Heilbrigðisstofnunar Austurlands frá Oddfellow
Þriðjudaginn 19.mars tók Guðjón Hauksson forstjóri með forlegum hætti við gjöf frá Oddfellow fyrir hönd Heilbrigðisstofnunar Austurlands.
Heildarverðmæti gjafarinnar er um 25 milljónir króna og var nýtt til tækjakaupa en tækin verða staðsett á fjölmörgum starfsstöðvum stofnunarinnar:
Umdæmissjúkrahúsið í Neskaupstað
Þráðlaus hjartasýrit sem gerir það að verkum að þau okkar sem þurfa stöðugt eftirlit hjartavöðvans við innlögn þurfa ekki lengur að vera rúmliggjandi heldur geta gengið um.
Filmarey rannsóknartæki sem gerir það að verkum að hægt er að greina hér á svæðinu hinar ýmsu veirur og bakteríur sem við áður þurftum að senda til rannsóknar annað.
Heilsugæslan Egilsstöðum
Eyrnasmásjá.
Búnaður sem auðveldar umbúnað látinna t.d. kælar og bekkir sem skiptir okkur verulegu máli enda er það metnaður okkar að sýna ýtrustu virðingu við slíkar aðstæður.
Heilsugæslan Djúpavogi
Holter hjartarannsóknartæki sem gerir okkur kleyft að rannsaka yfir langan tíma, allt að 24 klst starfsemi hjartavöðvans á meðan þjónustuþegi heldur áfram sinni daglegu iðju. Áður þurftu íbúar þar að fara á Reyðarfjörð eða á Egilsstaði fyrir slíka rannsókn.
Heilsugæslan Fjarðabyggð
Skilvinda sem skilur að blóðvökva og gerir okkur kleyft að rannsaka hina ýmsu þætti blóðsins.
Stóll sem notaður er í skoðanir háls-, nef- og eyrnalæknis.
Tæki til að skoða augnbotna.
Blóðtökustóll.
HeilsugæslanSeyðisfirði
Blóðtökustóll.
HSA þakkar innilega fyrir höfðinglega gjöf en hún er stofnuninni hvatning til uppbyggingar heilbrigðisþjónustu fyrir alla íbúa Austurlands.