Fara beint í efnið

Ísland.is appið

Með ríkið í vasanum

10. nóvember 2025

Gjöf til allra kvenna frá Kvenfélagasambandi Íslands

Ljósmæðravakt HSS barst á dögunum höfðingleg gjöf frá Kvenfélagasambandi Íslands.

Um er að ræða rafrænt skráningarkerfi fósturhjartsláttarrita sem tengist mæðraskrá barnshafandi kvenna.

Með þessu nýja kerfi er hægt að skoða fósturhjartsláttarrit í rauntíma gegnum mæðraskránna hvar sem er á landinu og þannig geta ljósmæður bæði fengið álit annarra á fósturhjartsláttarritum ef upp koma vafaatriði, og jafnframt veitt öðrum álit. Þetta er liður í að auka öryggi á meðgöngu og að tryggja að gögn verði skráð rafrænt.

Kvenfélagasamband Íslands hefur unnið ötullega að þessu verkefni síðustu 5 árin og markmiðið er að allir fæðingarstaðir landsins tengist þessu kerfi.

Ljósmæðravakt HSS þakkar kvenfélagasambandi Íslands kærlega fyrir gjöfina sem á án vafa eftir að koma sér vel